Reykur skaðaminnkandi þjónusta

Reykur er skaðaminnkandi þjónusta og stuðningur fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni. Síminn í Reykur er 790-4455.

100% trúnaður og nafnleynd er í Reykur.

Opið er alla þriðjudaga og föstudaga kl. 19-22. Þjónustan er veitt færanlega í bíl á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir landsbyggðina er þjónustan veitt í síma og með póstsendingu.

Þjónustan sem veitt er í Reykur:

  1. Skaðaminnkandi búnaður:
    Hreinn álpappír, glerpípur + munnstykki + filter. Sótthreinsiklútar, munnvatnstöflur, varasalvi.

  2. Einföld vímuefnapróf:
    Próf fyrir fentanyl og nitazene (sterkir nýmyndaðir ópíóíðar).

  3. Naloxone nefúði + fræðsla
    Tveir Naloxone nefúðar, ásamt fræðslubæklingi um viðbrögð við ofskömmtun.

  4. Leiðbeiningar um öruggari vímuefnanotkun:
    M.a. um leiðir til að draga úr skaða fyrir öndunarfæri og líkum á ofskömmtun.

  5. Aðstoð í ópíóíðalyfjameðferð
    Umsókn í flýtiþjónustu hjá SÁÁ vegna ópíóíðafíknar.

  6. Aðstoð í félags- og heilbrigðisþjónustu:
    Tengja notendur við viðeigandi þjónustu og veita fræðslu um úrræði sem standa til boða.

  7. Öruggt rými og sálrænn stuðningur

Hvernig fæ ég þjónustuna

Síminn í Reykur er 790-4455.

Höfuðborgarsvæðið: Þú hringir í okkur og við hittum á þig hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu.

Landsbyggðin: Þú hringir í okkur og við veitum ráðgjöf og stuðning í síma og sendum þér síðan búnaðinn með pósti.

Um Reykur

Reykur er ný skaðaminnkandi þjónusta á Íslandi en sambærileg verkefni hafa verið starfrækt í áratugi erlendis, m.a. á Norðurlöndum, sem hafa sýnt fram á mjög góðan árangur.

Verkefnið var unnið í góðu samstarfi við notendur hér á landi og kemur nafnið á þjónustunni Reykur, meðal annars frá notendum. Að auki veittu erlend notendasamtök sérfræðiráðgjöf varðandi skaðaminnkandi búnað.

Reykur er sjálfboðaliðaverkefni og veita átta sjálfboðaliðar þjónustuna. Þau hafa öll reynslu á að veita skaðaminnkandi þjónustu og hafa einnig setið námskeið og fengið sérþjálfun til að starfa í verkefninu.

Reykur opnaði formlega þann 4. febrúar 2025 og fékk styrk frá Heilbrigðisráðuneytinu til setja þjónustuna á laggirnar.

Verkefnastjóri er Svala Jóhannesdóttir: svala@matthildurskadaminnkun.is